Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir

Fréttir og tilkynningar

+ Fréttir

19.05.2019 ::
Ţverártindsegg

58 Fjallafélagar ásamt 10 fararstjórum toppuðu Þverártindsegg í frábærum aðstæðum laugardaginn 11. maí. 

+ Sjá nánar
21.01.2019 ::
Fyrsta gangan - Akrafjall

Árið byrjar af krafti á Akrafjalli

+ Sjá nánar
09.01.2019 ::
Uppselt í Fjallgönguáskorun

Við þökkum frábærar viðtökur

+ Sjá nánar
01.01.2019 ::
Kynningarfundur 8. janúar

Kynningarfundur verður haldin í verslun Fjallakofans, Kringlunni 7, þann 8. janúar kl. 18-19

+ Sjá nánar
01.01.2019 ::
Áriđ kvatt á Úlfarfelli

Frábært fjallgönguár að baki

+ Sjá nánar
08.12.2018 ::
Fjallgönguáskorun 2019

Skráning er hafin í næstu ævintýri!

+ Sjá nánar
01.12.2018 ::
Hrafnabjörg

Eru þetta jólasveinar á leið til byggða? 

+ Sjá nánar
25.11.2018 ::
Kyrrlátt á Vífilsfelli

Hópurinn gekk á dögunum á Vífilsfell í einstakri veðurblíðu. 

+ Sjá nánar
30.08.2018 ::
Haustkvöld á Kvígindisfelli

Kvígindisfell er ekki mjög þekkt meðal göngufólks en við fengum akkúrat réttu aðstæðurnar til að njóta glæsilegs útsýnis sem er í boði á toppnum.

+ Sjá nánar
20.08.2018 ::
Ćvintýraferđ á Vestfirđi

Eftir alla vætuna í sumar fengum við loksins draumaveður í vestfirsku ölpunum 

+ Sjá nánar
13.07.2018 ::
Hrútfell á Kili

Ævintýraleg ganga á Hrútfell á Kili (1396 m.y.s.)

+ Sjá nánar
13.06.2018 ::
Rjúpnafell

Rjúpnafell ofan Þórsmerkur var "plan B" fjallið þetta skiptið! 

+ Sjá nánar
23.04.2018 ::
Tröllakirkja á Holtavörđuheiđi

Tröllakirkja í Holtavörðuheiði var "plan B" í staðinn fyrir Helgrindur á Snæfellsnesi. 

+ Sjá nánar
13.04.2018 ::
Skálafell á fimmtudegi

Fórum í notalega göngu á Skálafell á Hellisheiði en við frestuðum göngu frá deginum áður vegna veðurs.

+ Sjá nánar
20.02.2018 ::
Brodda- og ísaxarćfing

Þessi laugardagur frá frátekinn fyrir fræðslu, þjálfun og skemmtilegheit

+ Sjá nánar
25.01.2018 ::
Flott byrjun á Akrafjalli

Árið fór vel af stað síðastliðna helgi þegar hópurinn gekk á Akrafjall í fallegu vetrarveðri

+ Sjá nánar
04.01.2018 ::
Komdu fagnandi í hópinn!

Villtu slást í för með frábærum hóp sem gengur á fjöll allan ársins hring?  Við heilsum nýju ári með nýrri og fjölbreyttri fjallgönguáskorun

+ Sjá nánar
10.09.2017 ::
Hulinheimar Mýrdals

Gengið um fallega náttúru undir Mýrdalsjökli í góðum félagsskap 

+ Sjá nánar
30.08.2017 ::
Ćvintýri ađ Fjallabaki

Litadýrð og fegurð þegar við heimsóttum græna hrygginn með viðkomu á Skalla og Uppgönguhrygg

+ Sjá nánar
11.07.2017 ::
Best útsýnisfjall landsins?

Útsýnið af Prestahnúk alveg ótrúlegt

+ Sjá nánar
12.06.2017 ::
Fallegt á Háusúlu

Gengið á Háusúlu (1023 m.y.s.) í Botnssúlum

+ Sjá nánar
08.06.2017 ::
Fögur er hlíđin

Yndislegt miðvikudagskvöld í Fljótshlíðinni þar sem hópurinn naut gestrisni Hermanns og Sigríðar

+ Sjá nánar
25.05.2017 ::
Sveinstindur í Örćfajökli

Draumaferð á Sveinstind í Öræfajökli (2044 m.y.s.)

+ Sjá nánar
19.04.2017 ::
Krefjandi ferđ á Ljósufjöll

Krefjandi aðstæður þegar 50 manna hópurinn náði hæsta tindi Ljósufjalla á Snæfellsnesi 

+ Sjá nánar
22.03.2017 ::
Víđsýnt á Bjarnarfelli

Ævintýraleg ganga á Bjarnarfell ofan Geysis 

+ Sjá nánar
25.02.2017 ::
Jarmađ og baulađ á Hraunsnefi

Fjallafélagar áttu sannkallaðar gæðastundir laugardaginn 18. febrúar sl. þegar gengið var á Hraunsnefsöxl í Borgarfirði.

+ Sjá nánar
04.02.2017 ::
Frískur hópur í byrjun árs

Árið fer af stað af krafti í Fjallafélaginu.  Aðsóknin er frábær enda varð uppselt í prógrammið strax eftir fyrstu gönguna þar sem hámarksfjölda (70) var náð.  Byrjuðum á hörkuflottum göngum á Helgafell í Hafnarfirði og Dýjadalshnúk.   

+ Sjá nánar
15.01.2017 ::
Frítt í fyrstu gönguna

Fyrsta gangan er á Helgafell í Hafnarfirði þann 21. janúar.  ALLIR VELKOMNIR! 

+ Sjá nánar
02.01.2017 ::
Nýjar áskoranir á nýju ári!

Gakktu allt árið og gakktu í Fjallafélagið ! 

+ Sjá nánar
25.10.2016 ::
Grunnbúđir Everest!

Fjallafélagið leggur í 12 daga göngu með hóp í grunnbúðir Everest þar sem hæst verður gengið í 5550 metra hæð

+ Sjá nánar
24.10.2016 ::
Haustlitir í Ţórsmörk

Frábær haustlitaferð í Þórsmörk í enn betri félagsskap

+ Sjá nánar
30.09.2016 ::
Afmćli á Stóra Meitli

Skálað í freyðivíni á meðan beðið var eftir norðurljósasýningunni miklu 

+ Sjá nánar
11.09.2016 ::
Gengiđ á Jarlhettur

6 klst. ganga í frábæru veðri á þennan töfrandi fjallgarð austan undir Langjökli 

+ Sjá nánar
09.08.2016 ::
Ćvintýraferđ í Huldufjöll

Algjör draumaferð um stórbrotna náttúru Huldufjalla, Kötlujökuls og nágrennis

+ Sjá nánar
13.07.2016 ::
Birnudalstindur

Fábær júlíferð Fjallafélagsins austur í Suðursveit

+ Sjá nánar
16.05.2016 ::
Heiđarhorn í Skarđsheiđi

Eitt flottasta fjallaverkefni ársins var á dagskránni laugardaginn 14. maí þegar gengið var á Heiðarhorn í Skarðsheiði

+ Sjá nánar
29.03.2016 ::
Esjan endilöng

Gengið var upp á Þverfellshorn, yfir Kerhólakamb og niður með Blikdalnum endilöngum

+ Sjá nánar
08.03.2016 ::
Búrfell og súpubođ

Það var boðið til veislu eftir hressilega göngu Búrfell í Grímsnesi

+ Sjá nánar
24.01.2016 ::
Áriđ byrjar vel!

Skráningu lokið í fjallgönguáskorunina - frábær þátttaka 

+ Sjá nánar
17.01.2016 ::
Fyrsta gangan

Fyrsta gangan er 20. janúar á Helgafell í Hafnarfirði.  ALLIR VELKOMNIR! 

+ Sjá nánar
02.01.2016 ::
Ný gönguáćtlun!

Fjallgönguárið 2016 er gengið í garð!   Frítt er í fyrstu gönguna 20. janúar

+ Sjá nánar
30.11.2015 ::
Gönguáćtlun 2016

Fjallafélagar komu saman í Esjustofu og fór yfir spennandi hugmyndir fyrir næsta ár

+ Sjá nánar
30.11.2015 ::
Vetrarsól viđ Glym

Síðasta laugardagsganga ársins var farin í fallegri vetrarsól upp að hæsta fossi landsins

+ Sjá nánar
09.11.2015 ::
Móskarđshnúkar

Veðrið lék við hóp Fjallafélaga sem gekk á Móskarðshnúka laugardaginn 31. október

+ Sjá nánar
05.10.2015 ::
Haustlitir á Högnhöfđa

Fallegt og stillt veður var þennan laugardag í október þegar Fjallafélagar gengu á Högnhöfðann

+ Sjá nánar
15.08.2015 ::
Illviđrahnjúkar

Fjallafélgar gengu hressir á Fannborg og Snækoll (1.488 m.y.s.) þrátt fyrir þoku og slagveður á toppnum

+ Sjá nánar
15.07.2015 ::
Kirkja kennd viđ tröll

Prílað upp á Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli og Hrútaborg

+ Sjá nánar
07.07.2015 ::
Fáfarnar slóđir

Hermann og Grétar leiddu hópinn um fáfarið ævintýraland undir rótum Mýrdalsjökuls

+ Sjá nánar
18.05.2015 ::
Tindfjallajökull - tékk!

Vaskur hópur Fjallafélaga gekk 25 km leið á Tindfjallajökul og toppaði með glæsibrag

+ Sjá nánar
17.05.2015 ::
Gljúfurdalur-Ţverfell

Skemmtileg og fáfarin leið á Esjuna.  

+ Sjá nánar
19.04.2015 ::
Háihnjúkur í Akrafjalli

Gengið var á Akrafjall í stað Heiðarhorns þessa vindasömu helgi

+ Sjá nánar
19.04.2015 ::
Vorganga á Keili

Fjallafélagar fögnuðu því að hitamælirinn væri kominn í plús með því að ganga á hinn keilulaga Keili

+ Sjá nánar
22.03.2015 ::
Fjall sem heitir Trana

Nafnið hljómar framandi og svolítið fjarlægt en Trana er í næsta nágrenni höfuðborgarinnar og býður upp á flotta gönguleið 

+ Sjá nánar
23.02.2015 ::
Giljaćvintýri og kaffibođ

Tignarleg himinbjörg, álfakirkja og risa grýlukerti urðu á vegi Fjallafélaga í Stóragili ofan Laugarvatns.  Eftir göngu var hópnum boðið í Stöng í kaffi og spjall. 

+ Sjá nánar
25.01.2015 ::
Af stađ!

Nýtt fjallgönguár hafið og það byrjar vel hjá Fjallafélögum sem hafa nú arkað á fyrstu tvö fjöllin.  

+ Sjá nánar
19.01.2015 ::
Helgafell - fyrsta gangan

Létt kynningarganga - allir velkomnir!  
Lagt verður upp hjá Ásum við Þingvallaveg kl. 18 miðvikudaginn 21. janúar. 

+ Sjá nánar
14.01.2015 ::
Skráning í fullum gangi

Ókeypis í fyrstu gönguna á Helgafell þann 21. janúar

+ Sjá nánar
05.01.2015 ::
Kynningarfundur 7. janúar

Verið velkomin á kynningarfund í verslun Intersport þann 7. janúar kl. 20.  20% afsláttur af Haglöfs útivistarfatnaði þetta kvöld.

+ Sjá nánar
01.01.2015 ::
Áriđ kvatt á Úlfarsfelli

Fjallafélagar skutu upp árinu af toppi Úlfarsells á gamlársdag í björtu og fallegu veðri

+ Sjá nánar
15.12.2014 ::
Nýtt fjallgönguár framundan!

Um leið og við kynnum nýja gönguáætlun fyrir árið 2015 er gaman að líta um öxl og rifja upp nokkrar ógleymanlegar ferðir á árinu sem er að líða.  

+ Sjá nánar
04.12.2014 ::
Ađventuganga á Esjuna

Fallegt og stillt vetrarkvöld í fyrstu viku aðventu.  Þetta var næstsíðasta ganga Fjallafélagsins á árinu og sú 23. í röðinni! 

+ Sjá nánar
20.10.2014 ::
Syđstasúla í sólskini

Gengið á Syðstusúlu (hæsta tind Botnssúlna) í virkilega fallegu veðri. 

+ Sjá nánar
09.10.2014 ::
Vífilsfell í blámóđu

Mengun frá eldgosinu spillti fjallasýn þetta kvöld en við fengum fullt tungl, stjörnur og Norðurljós í staðinn 

+ Sjá nánar
25.09.2014 ::
Skessuhorn í Skarđsheiđi

Fjallafélagar gengu á Skessuna laugardaginn 13. september

+ Sjá nánar
19.08.2014 ::
Rjómaveđur á Hlöđufelli

Stórbrotið útsýni af Hlöðufelli þennan fallega sunnudag

+ Sjá nánar
19.08.2014 ::
Drottning íslenskra fjalla

Sennilega stærsti hópur fyrr og síðar sem gengið hefur á Herðubreið

+ Sjá nánar
02.07.2014 ::
Snćfellsjökull viđ sólstöđur

Flottur hópur Fjallafélaga var skýjum ofar á Snæfellsjökli við sumarsólstöður 

+ Sjá nánar
20.06.2014 ::
FJALLAFITT námskeiđ (myndir)

Þátttakendur tóku framförum eftir 10 vikna námskeið sem heppnaðist mjög vel. 

+ Sjá nánar
19.06.2014 ::
Sumarsólstöđuganga

Hinn seiðmagnaði Snæfellsjökull verður heimsóttur á lengsta degi ársins.  

+ Sjá nánar
23.05.2014 ::
Víđsýnt á Móskarđshnúkum

Það var fallegt vorveður með heiðríkju og norðanátt þegar 40 manna hópur Fjallafélagsins gekk á Móskarðshúka.

+ Sjá nánar
14.05.2014 ::
Gleđi og gúllassúpa

Fjallafélagar gæddu sér á Ölpylsu og rjúkandi gúllassúpu frá SS eftir langan dag á Eyjafjallajökli

+ Sjá nánar
30.04.2014 ::
Rjómaferđ á Eyjafjallajökul

41 manna hópur Fjallafélagsins áttu einstakan ævintýradag á Eyjafjallajökli.  Ferðasaga og myndir. 

+ Sjá nánar
03.04.2014 ::
FJALLAFITT - skráning

FJALLAFITT námskeiðið - það er ekki of seint að skrá sig!  Æfing 2 af 10 er á mánudaginn, 2. í páskum kl. 18.  Hefst á bílastæðinu við upphaf stígsins við Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk.  

+ Sjá nánar
02.04.2014 ::
Lengri leiđin á Hengil

Fjallafélagar gengu tæpa 14 km göngu á Hengil

+ Sjá nánar
28.03.2014 ::
Geitafell í Ţrengslum

Geitafell (509 m.) var verkefni Fjallafélagsins á mildu fimmtudagskvöldi

+ Sjá nánar
03.03.2014 ::
Baula í vetrarham

Í glampandi sól og logni á toppnum. 

+ Sjá nánar
03.03.2014 ::
Kerhólakambur á miđvikudegi

Gengið á fallegu vetrarkvöldi á Kerhólakamb í Esjunni

+ Sjá nánar
16.02.2014 ::
Ćgifagurt á Akrafjalli

Stórglæsilegt útsýni af Akrafjalli þennan dag.  

+ Sjá nánar
16.02.2014 ::
Stóra-Kóngsfell viđ Bláfjöll

43 manna hópur Fjallafélaga gengu á Stóra Kóngsfell (602 m.) sl. miðvikudag.

+ Sjá nánar
06.02.2014 ::
Myndir frá Dýjadalshnúk

Fjallafélagar gengu þann 1. febrúar á Dýjadalshnúk (740 m.) 

+ Sjá nánar
30.01.2014 ::
Fyrsta gangan á Úlfarsfell

Fjallgönguáskorunin formlega hafin

+ Sjá nánar
28.01.2014 ::
Fjallabrćđur í viđtali

Haraldur og Örvar heimsóttu morgunþáttinn í Bítið á Bylgjunni og ræddu um fjallamennskuna

+ Sjá nánar
26.11.2013 ::
Fjallgönguáskorun 2014

Fjallafélagið kynnir nýja fjallgönguáætlun fyrir árið 2014!  Fyrsta ganga 29. janúar og sú síðasta á gamlársdag. 

+ Sjá nánar
08.06.2013 ::
Hnúkur og Hrútsfjall (myndir)

Fjallafélagar lögðu samtímis á Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda kl. 2 aðfararnótt sunnudagsins 2. júní. Veður var hið besta en nokkur skýjahula í fyrstu. Flótlega greiddist úr skýjunum og tindar Öræfanna blöstu við í sólarblíðu. Göngufæri var nokkuð þungt þar sem mikill nýfallinn snjór hafði byggst upp síðustu daga. Allt gekk þó vel og allir skiluðu sér með dugnaði á toppana og heilir niður. 

+ Sjá nánar
04.06.2013 ::
Fjallafélagiđ á toppnum!

Yfir fimmtíu Fjallafélagar stóðu samtímis á Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstindum sl. sunnudag.

+ Sjá nánar
30.05.2013 ::
Lokatakmarkiđ framundan!

Fótfráir Fjallafélagar leggja á Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda um helgina.  Veðurútlit er gott fyrir sunnudaginn. 

+ Sjá nánar
09.05.2013 ::
Góđ ćfing á Kálfstindum

Rúmlega 30 Fjallafélagar örkuðu á Kálfstinda laugardaginn 4. maí.  Þetta var góð æfing þar sem hópurinn gekk um tíma í talverðri snjóhríð og litlu skyggni.  Léttfetarnir stigu nokkur balletsport í tilefni dagsins eins og sjá má á myndunum. 

+ Sjá nánar
22.04.2013 ::
Dýrđardagur á Heklu

Tæplega fimmtíu þátttakendur í 10.000 metra áskoruninni áttu frábæran dag á Heklu, drottningu íslenskra fjalla.  Veðrið lék við hópinn sem tróð sér slóð í gegnum mjúkan snjóinn og alla leið á toppinn (1491 m.).  Stórkostlegt óhindrað útsýni í allar áttir.  Gangan reyndist 20 km og hæðarhækkun 1.075 metrar. 

+ Sjá nánar
15.04.2013 ::
Upphitun og teygjur

Upphitun og teygjur er eitthvað sem oft vill gleymast í fjallgöngum. Eins og í annarri hreyfingu er þetta mikilvægir þættir í því að fyrirbyggja meiðsli og eymsli í líkamanum. Við fengum góð ráð frá Unni Sædísi sem starfar sem sjúkraþjálfari og hefur góða reynslu að fjallgöngum.  Meðfylgjandi eru tillögur að upphitunar- og teygjuæfingum sem henta þeim sem stunda fjallgöngur af kappi.

+ Sjá nánar
04.04.2013 ::
Vífilsfell í vorblíđu

Það var milt vorveður þegar um 35 Fjallafélagar lögðu á Vifilsfell ofan Sandskeiðs miðvikudaginn 3. apríl.  Þetta var 12. gangan í 10.000 metra áskoruninni og heppnaðist vel í alla staði þrátt fyrir þokuslæðing á toppnum.  Skoða má myndir úr göngunni inn á myndasíðum

+ Sjá nánar
24.03.2013 ::
Hafnarfjall

Fjallafélagar gengu á Hafnarfjall í frábæru veðri á laugardaginn. Það var bjart og fallegt veður og útsýni til allra átta. Lítill snjór var á gönguleiðinni og var greiðfært upp á Gildalshnúk sem er hæsti tindur fjallsins (844m.). Myndir eru komnar á myndasíður.

+ Sjá nánar
21.03.2013 ::
680 m hćkkun á Móskarđshnúkum

10.000 metra kempurnar gengu á Móskarðshnúka í hressilegri austanátt. Fallegur rauðleitur himininn blasti við yfir Esjunni um tíma og Skarðsheiðin var á sínum stað. Næst ætlar hópurinn að sigra Hafnarfjall. Myndir eru komnar á myndasíður.

+ Sjá nánar
19.03.2013 ::
Norđurljós í ţjóđgarđinum

Fjallafélagið stóð fyrir aukaferð sem hluta af 10.000 metra áskoruninni. Gengið var um þjóðgarðinn á Þingvöllum síðla kvölds og sá tæplega hálfur máninn og stjörnurnar um lýsinguna fyrir hópinn. Þessi óhefðbundna ganga bauð upp á einstaka og jafnframt öðruvísi náttúrupplifun.

+ Sjá nánar
11.03.2013 ::
Ármannsfell

Það gustaði vel um fjallagarpa á Ármannsfellinu laugardaginn 9. mars og á köflum var illstætt í bröttum skriðunum. Með harðfylgi og hetjudáð var brúninni náð og var þá ekki slæmt að líta yfir fjallahringinn þó að öskufjúk hafi aðeins dregið úr tærleikanum. Þá tók við aflíðandi og þægileg ganga á hátindinn (764 m.). Alls tók gangan um fjórar stundir. Myndir eru komnar inn á myndasíður.

+ Sjá nánar
05.03.2013 ::
Fjölskyldugöngu frestađ

Fjölskyldugöngu hefur verið frestað um eina viku

+ Sjá nánar
23.02.2013 ::
Bankađ á bakdyr Esjunnar

Rúmlega þrjátíu Fjallafélagar gengu á Skálatind ofan Eilífsdals

+ Sjá nánar
10.02.2013 ::
Eyrarfjall í vorveđri

Fimmtíu og fjórir Fjallafélagar gengu á Eyrarfjall í Hvalfirði laugardaginn 9. febrúar í sannkölluðu vorveðri.  Lagðir voru að baki rétt tæpir 10 kílómetrar á um 3 klukkustundum og 20 mínútum.

+ Sjá nánar
04.02.2013 ::
Miđvikudagsganga - breyting

Við göngum á Stóra Kóngsfell þann 6. febrúar í staðinn fyrir Sauðadalahnúka.

 

+ Sjá nánar
30.01.2013 ::
Enn hćgt ađ skrá sig

 Það er ekki of seint að slást í hópinn og taka 10.000 metra áskoruninni!

+ Sjá nánar
26.01.2013 ::
Glimrandi ganga ađ Glym

Fjallafélagið lét ekki nýfjallinn snjó aftra sér að halda upp í Botnsdal og ganga upp að glym. Veðrið var hið besta og vorum við í góðu skjóli fyrir stífri austanátt sem ólgaði um fjallatoppa Botnsúlna og Hvalfells. Það var gaman að arka í gegnum mjöllina upp með Glymsgili.

+ Sjá nánar
23.01.2013 ::
Hressileg byrjun á Helgafelli

10.000 metra áskorunin fór vel af stað. Það var hraustlegt veður, kalsa austanátt og nokkuð frost. Við létum það ekki á okkur fá og skunduðum á Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

+ Sjá nánar
22.01.2013 ::
Fyrsta fjallgangan 23. janúar


Gengið verður á Helgafell ofan Hafnarfjarðar

+ Sjá nánar
15.01.2013 ::
10.000 metra áskorun 2013

 

Fjallafélagið heilsar nýju ári með nýrri og metnaðarfullri fjallgönguáætlun fyrir árið 2013!  Átján spennandi tindar.  Æfingagöngur hefjast í lok janúar.  

+ Sjá nánar
14.01.2013 ::
Kynningarfundur 15. janúar

Opinn kynningarfundur á 10.000 metra áskorun Fjallafélagsins

+ Sjá nánar
17.12.2012 ::
Nýtt ár, ný tćkifćri!

Fjallafélagið mun bjóða uppá nýja og fjölbreytta fjallgönguáætlun sem hefst í janúar 2013.

+ Sjá nánar
20.11.2012 ::
Suđurpólsganga Vilborgar hafin
+ Sjá nánar
12.01.2012 ::
Tíu tinda áskorun 2012


Við hefjum starf Fjallafélagsins af krafti á nýju ári með nýrri tíu tinda áskorun með Haraldi Erni Ólafssyni. Gengið verður á tvo tinda í mánuði frá febrúar fram í júní. Þá verða í boði ferðir Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda.

+ Sjá nánar
10.09.2011 ::
Syđsta-Súla

Fjallafélagið gekk á Syðstu-Súlu í frábæru veðri. Þetta var síðasti áfanginn í 7 tinda röðinni. Við þökkum fyrir samveruna og frábæran félagsskap. Myndir úr ferðinni eru komnar á myndasíður.

+ Sjá nánar
31.05.2011 ::
Gangan á fimmtudag

9000 metra áskorunin stefnir á Hnúkinn og Hrútsfjallstinda. Farið verður austur í Öræfi á morgun, miðvikudag, og gengið á tindana á fimmtudaginn.

 

+ Sjá nánar
01.05.2011 ::
Hátindur-Laufskörđ

Myndir úr göngu Fjallafélagsins á Hátind (909m) og um Laufskörð eru komnar á myndasíður.

+ Sjá nánar
27.04.2011 ::
Dýjadalshnúkur

Fjallafélagar gengu á Dýjadalshnúk á þriðjudagskvöldi. Kjalarneshviðurnar gengu yfir hnúkinn eins og orustuþotur en við létum það ekki á okkur fá. Myndir eru komnar á myndasíður.

+ Sjá nánar
16.04.2011 ::
Skarđshyrna í vetrarham

Fjallafélagar áttu frábæran dag á Skarðsheiðinni. Gengið var á Skarðshyrnu (923m) og veitti ekki af broddum öxum og línum í glímu við ísaðar brekkurnar. Myndir eru komnar á myndasíður.

+ Sjá nánar
13.04.2011 ::
Fjallageitur á Geitafelli

Tindilfættir fjallafélagar trítluðu á Geitafell á þriðjudagskvöldi. Myndir eru komnar á myndasíður.

+ Sjá nánar
03.04.2011 ::
Hvalfell í vorblíđu

Fjallafélagar áttu frábæran dag í vorblíðunni á Hvalfelli. Myndir úr göngunni eru komnar á myndasíður.

+ Sjá nánar
31.03.2011 ::
Hvalfell á laugardag

Fjallafélagar í 9000 metra áskorun takast á við Hvalfell á laugardag. Þetta er einstaklega flott ganga sem má búast við að taki um 6 tíma.

+ Sjá nánar
28.03.2011 ::
Frćđslukvöld

Fræðslukvöld í 9000 metra áskorun verður þriðjudaginn 29. mars kl. 20 í sal Ferðafélags Íslands.

+ Sjá nánar
17.03.2011 ::
Stóri-Meitill

Stóri-Meitill var viðfangsefni 9 þúsund metra áskorenda í gærkvöld þegar 8. æfingaferðin var farin. Stóri-Meitill lét mannskapinn hafa ærið fyrir sér og gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana.

+ Sjá nánar
14.03.2011 ::
Stóri-Meitill á miđvikudag

Veðurspáin er slæm fyrir þriðjudagskvöldið. 9000-metra kempur ætla því að ganga á Stóra-Meitil á miðvikudaginn.

+ Sjá nánar
14.03.2011 ::
Snćfellsjökull

7 Tindafarar áttu frábæran dag á Snæfellsjökli á laugardaginn. Það var sól og blíða til að byrja með en á toppnum var kominn góður vindstrekkingur. Myndir eru komnar á myndasíður

+ Sjá nánar
08.03.2011 ::
Esjuganga í fimbulkulda

Það var kalt á Esjunni í dag. Það var tekið vel á því og gönguhraðinn meiri en í fyrri göngum. Þetta var hörku ganga og stóð allir sig frábærlega. Myndir úr ferðinni eru komnar á myndasíður.

+ Sjá nánar
08.03.2011 ::
Esjuganga í dag

Það verður gaman að ösla í gegnum lausamjöllina á Esjunni í dag.

+ Sjá nánar
07.03.2011 ::
Esjuganga á morgun

Við minnum 9000 metra fjallafélaga á Esjugönguna á morgun. Það er útlit fyrir gott gönguveður. Það er óþarfi að hafa áhyggur af kulda, enda hitnar manni vel á göngunni. Það er samt um að gera að mæta vel klæddur.

+ Sjá nánar
03.03.2011 ::
Vond spá fyrir laugardag

Ekkert fjallaveður á laugardag. Gera þarf breytingar á fyrirhugaðri Hengilsgöngu. Póstur verður sendur út.......

+ Sjá nánar
02.03.2011 ::
Reykjafell

Gangan á Reykjafell gekk glimrandi vel. Veðrið var fínt og allir í rólegum gír. Myndir eru komnar á myndasíður. Næst er það Hengill sem bíður okkar.

+ Sjá nánar
28.02.2011 ::
Reykjafelli frestađ

Annað kvöld er spáð mikilli rigningu og nokkrum vindi. Mun betra veðri er spáð á miðvikudagskvöldið. Við höfum því ákveðið að fresta göngunni. Póstur hefur verið sendur út.
 

+ Sjá nánar
19.02.2011 ::
Hvasst á Kerhólakambi

Það gustaði hressilega um fjallafélaga þegar ráðist var til atlögu við Kerhólakamb. Það var sannkallaður stormur og á köflum ekki stætt. Áfram var samt barist upp á móts við kambinn. Í 650 metra hæð var þó á kveðið að láta gott heita og haldið aftur niður. 

+ Sjá nánar
18.02.2011 ::
Kerhólakambur á morgun

Kerhólakambur er verkefni morgundagsins. Pósturinn er farinn út. Það verður nokkur vindstrekkingur á morgun þannig að það er um að gera að mæta í góðum skjólfatnaði. Undir leiðarlýsingar á síðunni okkar má finna upplýsingar um Kerhólakamb.

+ Sjá nánar
15.02.2011 ::
Helgafell í Mosfellssveit

Gangan á Helgafell í Mosfellssveit heppnaðist frábærlega. Við fengum æðislegt útsýni yfir Mosfellsbæ, Sundin og Esjuna. Vindurinn á toppnum tók vel í mannskapinn en það var bara hressandi. Kíkið endilega á myndirnar á myndasíðum.

+ Sjá nánar
14.02.2011 ::
Helgafell í Mosó á morgun

Það lítur út fyrir flott fjallaveður á morgun þegar 9000 metra farar skunda á Helgafell í Mosfellssveit. Munið eftir höfuðljósunum og góðum skjólfatnaði. Það má búast við einhverjum hressandi norðanvindi.

+ Sjá nánar
05.02.2011 ::
Góđur dagur á Keili

Gangan á Keili í dag tókst einstaklega vel. Það hafði snjóað mikið síðasta sólarhring og skafið nokkuð þannig að óljóst var hvort við kæmumst að fjallinu. Fjallafélagar voru vel búnir og fóru létt með að bruna í gegnum skaflana á Höskuldarvelli. 

+ Sjá nánar
23.01.2011 ::
Myndir frá Ţríhnúkaferđ

Á myndasíðuna eru komnar inn myndir frá ferðinni á laugardag.

Einnig er hægt að fara beint á myndasíðuna með að smella hér.

+ Sjá nánar
10.01.2011 ::
Kynningarfundur 18. janúar

Kynningarfundur fyrir 9000 metra áskorun verður þriðjudaginn 18. janúar kl. 20 á Grand Hótel. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta og fræðast um dagskrá Fjallafélagsins í vetur. Fyrsta gangan verður svo laugardaginn 22. janúar og förum við þá á Þríhnúka. 

+ Sjá nánar
07.12.2010 ::
9000-metra áskorun 2011

Það verða margar spennandi fjallgöngur á dagskrá hjá okkur eftir áramótin. Nú er komin út dagskrá fyrir 9000-metra áskorunina. Fyrsta gangan verður 22. janúar og verður síðan gengið vikulega fram að lokatakmarkinu. Nú er hægt að velja um að enda dagskránna með göngu á Hvannadalshnúk eða Hrútsfjallstinda.

+ Sjá nánar
14.10.2010 ::
Takmarkinu náđ!

Snemma í morgun náði Børge Ousland ströndum Noregs og því takmarki að sigla í kring um Norðurpólinn á einu sumri. Leiðangurinn var 11 daga að sigla yfir Norður-Atlantshafið en sökum óhagstæðra vinda var ekki komið við á Íslandi eins og upphaflega var áætlað.

+ Sjá nánar
03.09.2010 ::
Umhverfis norđurheimskautiđ

Nú stendur yfir æsispennandi leiðangur Norðmannanna Børge Ousland og Thorleif Thorleifsson en þeir eru að reyna að sigla á lítilli skútu umhverfis heiminn og ekki auðveldustu leið.

+ Sjá nánar
31.08.2010 ::
Kilimanjaro, hvenćr á ađ fara?

Kilimanjaro (5.895m.) hefur fengið mikla athygli að undanförnu meðal íslensks fjallafólks. Ég hef farið þrisvar á þetta hæsta fjall Afríku og eru það meðal bestu fjallaferða sem ég hef farið.  Þar sem fjallið er nálægt miðbaug er hægt að fara á það á öllum árstímum.

+ Sjá nánar
08.06.2010 ::
Hrútsfjallstindar

Fjallafélagið fór eftirminnilega ferð á Hrútsfjallstinda um síðustu helgi. Lagt var af stað stuttu eftir miðnætti. Það er alltaf sérstök upplifun að ganga á nóttunni. Minniháttar þoka var mætti okkur í upphafi en síðan tók við stórkostlegt útsýni til allra átta. Myndir úr ferðinni eru á myndasíðum.

+ Sjá nánar
31.05.2010 ::
Myndir frá síđustu helgi

Ferðin á Hnúkinn um helgina var í einu orði sagt frábær. Við fengum glampandi sól og logn á toppnum. Myndirnar á myndasíðum segja allt sem segja þarf um þennan einstaka dag. Lífið verður ekki betra.

+ Sjá nánar
28.05.2010 ::
Hnúkurinn um helgina

Fjallafélagið verður með ferð á Hvannadalshnúk um helgina. Skráðir þátttakendur mæta í Sandfell stundvíslega klukkan 3 í nótt (aðfararnótt laugardagsins 29. maí) og verður lagt af stað í gönguna um kl. 3:30. Það er útlit fyrir mjög gott gönguveður samkvæmt veðurspám.

+ Sjá nánar
24.05.2010 ::
Draumaferđ á Hnúkinn

Við þökkum fyrir einstaklega vel heppnaða ferð á Hnúkinn um helgina. Við hefðum ekki getað fengið betra veður og göngufæri. Allir komust á toppinn og við getum verið stolt af þessum árangri. Myndir eru komnar á myndasíður hér á síðunni.

+ Sjá nánar
21.05.2010 ::
Lagt á Hnúkinn

Nú er loksins komið að stóru stundinni. Veðurútlitið fyrir gönguna á Hvannadalshnúk er mjög gott. Eftir að hafa rætt við tvo veðurfræðinga hefur verið ákveðið að leggja af stað í gönguna frá Sandfelli kl. eitt í nótt (aðfararnótt laugardags). Við getum þá reiknað með að vera á hæsta tindi landsins um kl. 10 á morgun.

+ Sjá nánar
13.05.2010 ::
Hnúksferđ frestađ

Veðurspáin er því miður ekki nægjanlega góð fyrir helgina. Samkvæmt henni má gera ráð fyrir yfir 12 m/s og blindu á Öræfajökli. Við höfum því ákveðið að fresta ferðinni á Hvannadalshnúk um viku í von um að þá fáum við óska veðrið okkar. Þeir sem ekki komast næstu helgi eiga þess kost að fara í ferð 29. maí en þurfa að láta okkur vita með tölvupósti.

+ Sjá nánar
07.05.2010 ::
Myndir frá Ţverártindsegg

Þverártindsegg einn glæsilegasti tindur landsins. Leiðin á hann er mjög brött og aðeins fyrir þá sem hafa góða reynslu af fjallgöngum. Fjallafélagið fór með tvo hópa á eggina 1. maí, samtals 31 manns. Hægt er að sjá myndir úr frá þessum frábæra degi á myndasíðum.

+ Sjá nánar
07.05.2010 ::
Myndir af Móskarđshnúkum

Á þriðjudagskvöldið síðasta var síðasta æfingagangan í 9000 metra áskorun Fjallafélagsins. Gengið var á Móskarðshnúka í mildu veðri. Myndir frá ferðinni eru á myndasíðum. Við þökkum fyrir samveruna í vetur.

+ Sjá nánar
04.05.2010 ::
Móskarđshnúkar

Í dag fer Fjallafélagið á Móskarðshnúka og er það síðasta æfingagangan í 9000 metra áskoruninni. Gangan hefst eins og áður klukkan 18:00. Leiðbeiningar um akstursleiðina er að finna hér á síðunni undir leiðarlýsingum. Tíminn flýgur og nú eru aðeins 12 dagar í ferðina á Hvannadalshnúk.

+ Sjá nánar
30.04.2010 ::
Myndir frá Vífilsfelli

Myndir frá göngunni á Vífilsfell 20. apríl eru nú komnar á myndasíður. Gangan var eftirminnileg og þá sérstaklega ferðin niður af fjallinu en þá voru klettarnir orðnir flughálir.

+ Sjá nánar
27.04.2010 ::
Hafnarfjall

Fjallafélagið fór á Hafnarfjall síðustu helgi í aldeilis frábæru veðri. Þetta er virkilega skemmtileg gönguleið með flottu útsýni. Efst á fjallinu er gengið upp á Gildalshnúk og var brekkan þar nokkuð brött og bættist nokkur hálka ofaná. Allt hafðist þetta með aðgætni og þolinmæði og skiluðu allir sér á toppinn. Þar veður hið besta og við blasti glæsilegt útsýni. Myndir úr ferðinni er á myndasíðum.

+ Sjá nánar
13.04.2010 ::
Esjan upp ađ Steini

Gangan á Esjuna á laugardaginn var farin þrátt fyrir SA rok og rigningu. Ekki var gengið yfir Esjuna eins og áformað var heldur látið duga að fara upp að Steini. Þeir 66 fjallafélagar sem höfðu sig upp í Esjuhlíðar uppskáru góða æfingu og útiveru. Hinir sem heima sátu geta skroppið í Esjuna þegar veður er betra og bætt upp fyrir tapað hæðarmetra. Nánari umfjöllun má finna á myndasíðum.

+ Sjá nánar
07.04.2010 ::
Stóra-Kóngsfell í veđurblíđu

Gengið var á Eldborg, Drottningu og Stóra-Kóngsfell í veðurblíðunni miðvikudagskvöldið 7. apríl. Alls náðust um 400 hæðarmetrar í hús sem var umfram áætlun enda var gengið tvisvar á Drottningu og Eldborg. Umfjöllun um ferðina og myndir er að finna á myndasíðum.

+ Sjá nánar
05.04.2010 ::
Stóra-Kóngsfelli frestađ

Á morgun, þriðjudag, er spáð stormi til fjalla og snjókomu. Fyrirhugaðri göngu þátttakenda í 9000-metra áskorun á Stóra-Kóngsfell er því frestað til miðvikudags. Þá er útlit fyrir mjög gott gönguveður. Gangan hefst á venjulegum tíma eins og nánar kemur fram í tölvupósti til þátttakenda.

+ Sjá nánar
03.04.2010 ::
Gleđilega páska

Við óskum öllum Fjallafélögum gleðilegra páska og þökkum fyrir góðar stundir á fjöllum í vetur. Vonandi komast sem flestir í gönguferðir um hátíðina. Nú tekur við einn besti útivistartími ársins með ótal tækifærum.

+ Sjá nánar
01.04.2010 ::
Brottför kl. 12:40

Nú er búið að opna veginn inn í Þórsmörk. Brottför verður því nú klukkan 12:40 frá Olís stöðinni við Rauðavatn. Við minnum þátttakendur á að taka  með sér höfuðljós eða vasaljós.

Bannað er að fara um Heljarkamb og verður því gengið upp á Morinsheiðina en þaðan má búast við glæsilegu útsýni í ljósaskiptunum yfir nýju sprunguna og hraunfossana niður bæði gilin.

+ Sjá nánar
01.04.2010 ::
Lokaákvörđun kl. 12

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður ákvörðun um hugsanlega opnun Þórsmerkur tekin á fundi sem hefst klukkan 11. Búist er við tilkynningu fyrir klukkan 12. Ef ákveðið verður að opna verður lagt af stað klukkan 12:30 í ferðina að gosinu. Áætluð koma til Reykjavíkur er á miðnætti.

Samkvæmt vísindamönnum þá er ekki sjáanleg nein aukning á gosinu og virðist því aðeins vera um yfirborðsbreytingu að ræða. Flogið var yfir gosið í morgun og er ljóst að það er enn tilkomumeira að sjá eftir að nýja sprungan opnaðist. Ef af ferðinni verður munum við ná að sjá gosið í ljósaskiptunum og verður það mikið sjónarspil. Áhugavert viðtal var við Ómar Ragnarsson við gosið í fréttum RÚV klukkan 9 í morgun. Hægt er að fylgjast með gosinu á vefmyndavél á síðunni www.mila.is.

Fylgist með heimasíðunni klukkan 12 og fréttum af niðurstöðu almannavarnafundar. Þátttakendur verða að hafa með sér höfuðljós eða vasaljós.

+ Sjá nánar
01.04.2010 ::
Athugun klukkan 10

Þórsmörk er enn lokuð en kannað verður með opnun þegar nær dregur hádegi. Næsta athugun er klukkan 10 og verður þá vonandi hægt að leggja af stað í ferðina klukkan 11. Fylgist með heimasíðunni þá. Þeir sem eiga höfuðljós eða önnur hentug ljós fyrir gönguferðir ættu að taka þau til og bæta við farangurinn.

+ Sjá nánar
31.03.2010 ::
Gosganga: Athugun klukkan 7

Búið er að loka Þórsmörk vegna breytinga í gosinu. Tilkynnt verður klukkan sjö í fyrramálið hér á heimasíðunni hvort lagt verður af stað í gönguna að gosinu eins og fyrirhugað var. Vinsamlegast fylgist með heimasíðunni þá.

+ Sjá nánar
29.03.2010 ::
Gönguferđ ađ gosinu á Skírdag

Á skírdag, fimmtudaginn 1. apríl, verður Fjallafélagið með gönguferð að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Stefnt er að því að ganga úr Þórsmörk en það er þó háð því að leyfi fáist til þess að fara inn í Mörk og vegurinn verði fær rútum.

+ Sjá nánar
28.03.2010 ::
Belgingur á Skarđsheiđi

Fjallafélagar gengu á Skarðsheiði í gær. Þegar komið var í efri hlíðar fjallsins mætti okkur hvöss norðaustanátt auk þess sem snjór var glerharður og flugháll. Tindur Heiðarhornsins varð því að bíða og við urðum því að láta tæpa 700 metra duga að þessu sinni. Myndir úr ferðinni eru á myndasíðum.

+ Sjá nánar
26.03.2010 ::
Ferđ á gosstöđvarnar í dag

Fór að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í dag. Það var ótrúleg upplifun að standa í 400 metra fjarlægð frá eldgosi og upplifa þá miklu krafta sem þarna voru að verki. Ég var í hópi frá Ferðafélagi Íslands sem fékk að fara inn í Þórsmörk til að kanna áhrif umbortanna á svæðið.

+ Sjá nánar
15.03.2010 ::
Haraldur Örn yfir Vatnajökul

Þessa dagana er Haraldur Örn í skíðaleiðangri yfir Vatnajökul. Með honum í för er 2 þekktir pólfarar, þeir Börge Ousland og Erling Kagge. Leiðin sem þeir félagar fara liggur frá Jökulheimum við vestanverðann jökulinn og að Snæfelli í Lónsöræfum. Er hún um 150 km og er lengsta leið yfir Vatnajökul.

Hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra hér.

Nýtt: Ferðasaga og myndir eru undir  myndasíðum.

+ Sjá nánar
14.03.2010 ::
Myndir frá Vestursúlu

Sjöunda æfingaferð Fjallafélagsins á Botnssúlur markaði mikil tímamót í undirbúningsferlinu í 9 þúsund metra áskoruninni með því að klifið var í fyrsta sinn fjall hærra en 1000 m og voru þó nokkrir í hópnum sem slógu persónulegt hæðarmet í leiðinni. Myndir eru komnar á myndasíðu.

+ Sjá nánar
09.03.2010 ::
Nýjar myndir frá Grímannsfelli

Við áttum fína göngu á Grímannsfell í dag og mættu alls 128 til leiks. Nokkur þoka var efst í fjallinu og arka þurfti yfir mikla drullu en það stoppaði okkur ekki í að ná toppnum og landa 340 metrum í hús. Umfjöllun um ferðina og myndir eru á myndasíðum.

+ Sjá nánar
27.02.2010 ::
Ganga dagsins

Til stóð að ganga í Reykjadal laugardaginn 27. febrúar. Í Hveragerði tók hríðarbylur á móti gönguhópnum og var því afráðið að láta fjöllin bíða að sinni og ganga þess í stað um Hveragerði og nágrenni. Frásögn af ferðinni og myndir er að finna á myndasíðum.

+ Sjá nánar
23.02.2010 ::
Helgafell í nöprum norđanvindi

Fjallafélagið fór kvöldgöngu á Helgafell ofan Hafnarfjarðar þriðjudagskvöldið 23. febrúar. Það var napur norðanvindur sem mætti Fjallafélögum í 9000 metra áskoruninni. Nú eru rúmlega 1.500 metrar að baki. Næst tekur við ganga í Reykjadal frá Hveragerði. Myndir og nánari lýsing af göngunni á Helgafell er á myndasíðum.

+ Sjá nánar
14.02.2010 ::
Myndir frá Akrafjalli

Það var milt veður en nokkur þokusúld þegar Fjallafélagar tóku sig til fyrir göngu á Akrafjall laugardaginn 13. febrúar. Alls voru 133 göngugarpar mættir og var ákveðið að gengið skyldi á Háahnúk en þá er gengið upp syðri hrygg fjallsins. Þetta var þriðja gangan í 9000 metra áskoruninni og heppnaðist vel í alla staði. Nánari lýsingu má finna á myndasíðum.

+ Sjá nánar
10.02.2010 ::
Hressandi ganga á Úlfarsfell

Þriðjudaginn 9. febrúar fór Fjallafélagið í hressandi kvöldgöngu á Úlfarsfell. Þarna var á ferð yfir 100 manna hópur 9000 metra fara. Veður var einstaklega milt og gott. Arkað var af stað í gegnum skógræktina og upp fjallið. Fljótt sótti rökkrið á og tími til kominn að taka höfuðljósin í gagnið. Ferðin gekk vel í alla staði og má sjá myndir úr ferðinni á myndasíðum. Nú eru 775 metrar að baki. Næsta laugardag er svo komið að Akrafjallinu.

+ Sjá nánar
30.01.2010 ::
Frábćr ferđ á Esjuna

Fyrsta gangan í 9000-metra áskoruninni var farin í dag 30. janúar. Gengið var á Esjuna frá Mógilsá og upp að Steini undir Þverfellshorni. Mæting var á bílastæðið við Mógilsá kl. 10 og eftir stutt spjall var lagt af stað. Esjan skartaði sínu fegursta með léttu snjóföli í efri hlíðum. Umfjöllun um ferðina, myndir og tengil á GPS slóða ferðarinnar er að finna á myndasíðum.

+ Sjá nánar
29.01.2010 ::
Fyrsta 9000m gangan á morgun

Fjallafélagiđ LogoÁ morgun laugardaginn 30. janúar er fyrsta gangan í 9000-metra áskoruninni. Mæting er á bílastæðinu við Mógilsá kl. 10. Þetta er hin hefðbundna gönguleið á Esjuna og verður gengið upp að Steini. Gengnir verða fyrstu 580 metrarnir af rúmlega 9.000. Þeir sem enn eiga eftir að skrá sig geta fengið allar upplýsingar hér. Við hlökkum til að sjá ykkur öll. Það verður flott að fá góða útrás fyrir landsleikinn í handbolta sem hefst kl. 13.

+ Sjá nánar
27.01.2010 ::
Velheppnađur kynningarfundur

Frábær mæting var á velheppnaðan kynningarfund Fjallafélagsins og Símans á 9000-metra áskorun. Nú styttist í fyrstu gönguna sem verður á laugardaginn næsta, 30. janúar. Allar upplýsingar um dagskránna og skráningu er að finna hér. Skráningarfrestur er fram að fyrstu göngunni.

+ Sjá nánar
26.01.2010 ::
Kynningarfundur í dag

Í dag þriðjudag verður kynningarfundur á 9000-metra áksorun Fjallafélagsins og Símans. Fundurinn verður á Grand Hótel og hefst kl. 20. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér dagskrána. Samtals eru fjallgöngurnar 14 og er hæðarhækkunin samtals yfir 9000-metrar. Æfingagöngurnar munu veita þátttakendum góðan grunn fyrir átökin við Hvannadalshnúk.

+ Sjá nánar
25.01.2010 ::
Heilsufarsráđgjöf

Fjallafélagið er í samstarfi við Gunnar Guðmundsson lækni um heilsuráðgjöf. Gunnar er sérfræðingum í lungnalækningum og þrautreyndur fjallamaður. Hann tekur að sér heilsufarsráðgjöf fyrir þá sem hyggja á fjallgöngur en óska eftir frekari upplýsingum um heilsufar sitt. Hann er með læknastofu í Læknasetrinu Þönglabakka 6 og sími þar er 535-7700. Tilvalið er fyrir þá sem eru óöruggir um líkamsástand sitt en vilja vera í fjallgöngum að fara í lækniskoðun og frekari rannsóknir ef þörf er talin á. Hann veitir einnig þeim sem hyggja á háfjallagöngur ráð varðandi aðlögun og lyfjameðferð.

+ Sjá nánar
22.01.2010 ::
Fjallafélagiđ notar Canon EOS

Fjallafélagið hefur gert samning við Sense, dreifingaraðila Canon neytendavara á Íslandi, sem felur í sér að Fjallafélagið mun nota Canon EOS 5D Mark II til að taka ljósmyndir í ferðum sínum. ,,Eitt af markmiðum Fjallafélagsins er að miðla hágæða myndefni til almennings frá íslenskum og erlendum fjöllum og fögnum við samstarfinu við Sense enda mun áhugafólk um útivist og fjallaferðir njóta afrakstursins,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, stofnandi Fjallafélagsins.
 

+ Sjá nánar
22.01.2010 ::
Kynningarfundur á ţriđjudag

Nú styttist í kynningarfundinn á 9000-metra áskoruninni á þriðjudaginn næsta, 26. janúar kl. 20 á Grand Hótel. Reglulegar fjallgöngur verða í vetur og endar verkefnið með göngu á Hvannadalshnúk. Farastjóri í æfingagöngunum og Hnúksferðinni verður Haraldur Örn Ólafsson auk einvala liðs af vönum fjallamönnum.

+ Sjá nánar
19.01.2010 ::
Haraldur Örn á Rás 2

Fjallafélagiđ LogoHaraldur Örn var í viðtali á Rás 2 í morgun um þá miklu vakningu sem hefur átt sér stað í útivist. Sérstaklega er ánægjulegt hversu margir eru farnir að stunda fjallgöngur allan ársins hring sem valkost við aðra líkamsrækt. Við Íslendingar búum við þau forréttindi að eiga stutt að sækja í einstaka náttúru. Frá höfuðborgarsvæðinu er í mesta lagi hálftíma akstur upp í Esju. Það er engin ástæða til að njóta þessara gæða aðeins yfir sumarið.

+ Sjá nánar
18.01.2010 ::
Hnúkur eđa Hnjúkur

Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur, hver er munurinn? Jú það er þetta eina joð sem skilur á milli. Hvort er þá rétt stafsetning? Venja er að skrifa Hvannadalshnúkur án joðsins en það er ekki hægt að segja að það sé beinlínis rangt að hafa það með. Staðreyndin er sú að það fer eftir landshlutum hvort menn skrifa hnúkur eða hnjúkur.

+ Sjá nánar
10.01.2010 ::
Frábćrar móttökur

Fjallafélagiđ LogoÞað er óhætt að segja að Fjallafélagið hafi fengið frábærar móttökur. Yfir 5000 heimsóknir voru á vefsvæði 9000-metra áskorunarinnar á fyrstu þremur dögunum og þegar eru margir búnir að skrá sig. Þetta er mjög ánægjulegt og ber vitni um þá miklu vakningu sem er að eiga sér stað í útivist og fjallgöngum. Í áskoruninni verður gott tækifæri fyrir göngufólk að kynnast og mynda samheildinn hóp áður en kemur að stóru göngunni á Hnúkinn.

+ Sjá nánar
07.01.2010 ::
Fjallafélagiđ tekur til starfa

Fjallafélagiđ LogoFjallafélagið er nú að hefja sitt fyrsta starfsár. Markmið félagsins er að bjóða upp á vandaðar og umfram allt skemmtilegar ferðir á fjöll hér á landi og erlendis. Fyrst í stað verður aðaláherslan á hæstu tinda á Íslandi, Hvannadalshnúk, Hrútsfjallstinda og Þverártindsegg. Með tímanum mun starfsemin verða útvíkkuð og er m.a. stefnt á fjallgöngur erlendis, t.d. á fjöll á borð við Mt. Blanc og Kilimanjaro. Stofnandi félagsins er Haraldur Örn Ólafsson sem er með yfir 20 ára reynslu af fjallamennsku og heimskautaferðum og er starfandi lögfræðingur.

+ Sjá nánar
06.01.2010 ::
Fjallafélagiđ og Síminn

Fjallafélagið hefur gert samning við Símannn um samstarf sem felst meðal annars í að fréttum af göngum Fjallafélagsins verður miðlað með 3G tækninni á netið. Hægt verður að fylgjast með æfingaferðum í 9000-metra áskoruninni á Netinu auk þess sem gangan á Hvannadalshnúk 15. maí verður í beinni útsendingu.

+ Sjá nánar
05.01.2010 ::
Hvernig er best ađ ćfa sig?

Hvernig er best að æfa sig fyrir Hvannadalshnúk? Margir hafa velt þessu fyrir sér. Svarið er þó einfaldara en margur heldur. Í stuttu máli eru fjallgöngur besta æfingin fyrir fjallgöngur. Æskilegt er að ganga reglulega á fjöll til að koma sér í form. Því lengra sem æfingatímabilið er því betra. Þriggja mánaða æfingatímabil dugir flestu fólki sem er með góðan alhliða grunn. Þeir sem lítið hafa stundað íþróttir eða útiveru þurfa lengri æfingatíma.

+ Sjá nánar
04.01.2010 ::
Jöklar á Íslandi

Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson er glæsilegt rit sem kom út í lok síðasta árs. Helgi er einn fremsti jöklafræðingur landsins og byggir bókina á áratuga rannsóknum. Það fyrsta sem vekur eftirtekt er hversu efnismikil bókin er en auk þess eru í bókinni mikið af glæsilegum ljósmyndum sem styðja við efnið. Textinn er aðgengilegur öllum sem á annað borð hafa áhuga á íslenskum jöklum. Fjallafélagið mælir með þessari bók fyrir allt fjallgöngufólk.

+ Sjá nánar
03.01.2010 ::
GPS tćki

GPS-tæki eru nauðsynlegur útbúnaður í öllum fjallaferðum nútímans. Þessi litlu undratæki að viðbættum tveimur litlum og frískum rafhlöðum koma í veg fyrir allar villur. Hér áður fyrr gat maður fengið kvíðahnút í magann ef að þoka skall á upp til fjalla en nú getur maður slakað á í vissu þess að GPS-tækið mun benda á rétta leið.

+ Sjá nánar
02.01.2010 ::
Nokkur góđ ráđ

Hér má finna nokkur góð ráð til að láta sér líða betur í langri fjallgöngu og bæta árangur. Þessi ráð kunna að virðast fremur einföld en staðreyndin er sú að það gætur gert gæfu munin á langri göngu hvort farið sé eftir þeim.

+ Sjá nánar
01.01.2010 ::
Ađ rađa í bakpoka

Hvernig á að raða í bakpoka? Þessa spurningu hef ég oft fengið. Ég hef aldrei velt röðun í bakpoka fyrir mér og furðaði mig því oft á því hversu mikinn áhuga margir göngumenn sýndu þessari einföldu aðgerð. Oft hef ég hent farangri mínum tilviljanakennt í bakpokann án þess að velta því nokkuð fyrir mér í hvaða röð hlutirnir koma. Með tímanum hef ég þó komið mér upp einhvers konar aðferð sem er að mestu ómeðvituð.

+ Sjá nánar
31.12.2009 ::
Um áramót

Um áramót er við hæfi að rifja upp fjallgöngur síðasta árs og spyrja sig hvað ferðir stóð uppúr. Veðurfar var almennt gott vorið og sumarið 2009 og vonandi geta sem flestir yljað sér við minningar um ógleymanlegar stundir í íslenskri náttúru. Það eru mikil forréttindi að búa í þessu fallega landi og eiga svo stutt að sækja óspillta náttúru sem er einstök í heiminum. Okkur hættir til að vanmeta þessi auðæfi og þurfum stundum erlenda ferðamenn til að benda okkur á hvað við erum rík.

+ Sjá nánar
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli