Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Ferđir í bođi
FJALLGÖNGUÁSKORUN 2017


Lögildur ferdaskipuleggjandi
Ferđir :: Ferđir í bođi :: FJALLGÖNGUÁSKORUN 2017

FJALLGÖNGUÁSKORUN 2017


Á VIT NÝRRA ÆVINTÝRA!

Fjallafélagið kynnir nýja og fjölbreytta fjallgönguáætlun fyrir árið 2017. Við leitum stöðugt að nýjum áskorunum og munum leggja á nokkur "ný" fjöll sem við höfum ekki tekið fyrir áður.  Nýjar áskoranir í bland við göngur á þekktari fjöll nær og fjær.  Þessi fjallgönguáætlun höfðar til þeirra sem vilja gera útivist og fjallgöngur að lífsstíl og halda sér þannig gangandi allt árið!  Nokkur verkefnin eru krefjandi sem kallar á gott líkamlegt ástand.  Gönguhraði er þó stilltur af eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni. Bræðurnir Haraldur Örn og Örvar Þór Ólafssynir leiða göngurnar ásamt öðrum þaulvönum leiðsögumönnum Fjallafélagsins. 

Fjallgönguáætlunin  í hnotskurn:

 • Gengið á 4 vikna fresti yfir allt árið - á miðvikudögum og laugardögum
 • Fjölbreytt göngudagskrá með tveimur helgarferðum
 • Hefst 21. janúar á Helgafelli í Hafnarfirði
 • Fyrsta gangan er frí – allir velkomnir
 • Innifalið í verði:
  • Leiðsögn og fræðsla
  • Afsláttarkjör hjá samstarfsaðilum - Fjallakofinn og Garminbúðin 
  • Sérstök kynningar- og afsláttarkvöld 

Kynningarfundur verður haldin miðvikudaginn 11. janúar kl. 20:30 í World Class Laugum.

+ Skráning og greiðslur

LOKAÐ FYRIR SKRÁNINGU ÞAR SEM HÁMARKSFJÖLDA ER NÁÐ. 

+ Dagskrá 

Dagsetn.
Dagur
Verkefni
Hæð
Hækkun
Lengd
21. jan.
Laugardagur
Helgafell ofan Hafnarfj.
338
290
5 km
4. feb.
Laugardagur
Dýjadalshnúkur
760
615
5 km
15. febr.
Miðvikudagur
Helgafell í Mosfellsbæ
215
200
4 km
18. febr.
Laugardagur
Hraunsnefsöxl í Borgarfirði
485
470
6 km
15. mars
Miðvikudagur
Meðalfell í Kjós
345
292
5 km
18. mars
Laugardagur
Bjarnarfell ofan Geysis
724
             620              7 km
5. apríl
Miðvikudagur
Geitafell í Ölfus
509
360
10 km
8. apríl
Laugardagur
Ljósufjöll
1045
970
15 km
10. maí
Miðvikudagur
Keilir
378
270
6 km
13. maí
Laugardagur
Sveinstindur í Öræfajökli*
2044
2000
23 km
7. júní
Miðvikudagur
Þríhyrningur í Fljótshlíð
691
540
6 km
10. júní
Laugardagur
Botnssúlur - Háasúla
1023
960
18 km
8. júlí
Laugardagur
Prestahnúkur v. Geitlandsjökul
1226
650
6 km
28-30. júl
Fös-sunnud
Friðland að fjallabaki
 
 
 
30. ágúst
Miðvikudagur
Móskarðshnúkar 
              732              670              7 km
1-3. sept
Fös-sunnud
Hulinheimar Mýrdals- Galtárhöfuð/Heiði
 
 
 
27. sept
Miðvikudagur
Miðfell v. Þingvelli
322
250
14 km
30. sept
Laugardagur
Bláfell á Kili
1204
900
10 km
25. okt
Miðvikudagur
Lambafell í Þrengslum
              546               320                7 km
28. okt
Laugardagur
Esja, Hátindur - Laufskörð
980
1030
13 km
22. nóv
Miðvikudagur
Esja (Steinn), kvöldstund í Esjustofu
587
580
6 km
25. nóv
Laugardagur
Brekkukamur í Hvalfirði
646
630
7 km
31. des
Gamlársd.
Hátíðarganga á Úlfarsfell
295
280
5 km

   Verð: 65.000 kr. 

50% maka afsláttur (maki greiðir hálft gjald). 
* Sveinstindur, aukagjald 15.000

Hámarksfjöldi: 70

Ekki er hægt að kaupa stakar ferðir.   Athugið að mörg stéttarfélög og fyrirtæki veita styrk gegn framvísun á kvittun frá Fjallafélaginu. 

Nánari upplýsingar
Miðvikudagsgöngurnar munu hefjast kl. 18:00 og laugardagsgöngurnar kl. 10:00 nema annað sé tekið fram. Hópurinn hittist við upphafsstað göngunnar á miðvikudögum. Á laugardögum verður í boði að hittast á höfuðborgarsvæðinu á fyrirfram ákveðnum stað og sameinast í bíla. Ítarlegar upplýsingar eru sendar í tölvupósti fyrir hverja göngu. Ef veðurspá er óhagstæð og áberandi betra veðri spáð daginn eftir mun ferðum í einhverjum tilvikum vera frestað um einn dag. Þannig getur miðvikudagsganga orðið fimmtudagsganga og laugardagsganga orðið sunnudagsganga. Einnig kann í einhverjum tilvikum að vera nauðsynlegt að gera aðrar breytingar á dagskránni svo sem að ganga á annað fjall en upphaflega var áætlað eða að fella göngu niður vegna óhagstæðra skilyrða nokkra daga í röð. Tilkynningar verða sendar til þátttakenda um hádegi daginn fyrir göngu og þurfa því þátttakendur ávallt að fylgjast með tölvupósti sínum.

Ítarlegan búnaðarlista má finna hér.

Fyrir hverja?
Fjallgönguáætlunin hentar öllum sem vilja stunda útivist og fjallgöngur allt árið.  Sumar göngurnar eru nokkuð krefjandi en allir hraustir einstaklingar sem eru í þjálfun ættu að geta ráðið vel við verkefnið.  Engu að síður gerir Fjallafélagið þá lágmarkskröfu til getu þátttakenda að þeir geti haldið í við hópinn á rólegri göngu.  

Öryggismál, tryggingar og skilmálar
Mikil áhersla er lögð á að tryggja hámarks öryggi í öllum ferðum Fjallafélagsins. Farið verður yfir öryggismál á undirbúningsfundi og við upphaf ferðar.  Í ákveðnum göngum er skylda að vera með viðeigandi jöklabúnað (ísöxi/jöklabrodda/belti) og verður send út tilkynning um slíkt með fyrirvara. 
Mikilvægt er að þátttakendur taki vel eftir þessum atriðum og fari eftir leiðbeiningum fararstjóra. Fjallgöngur fela ávallt í sér áhættu og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðunum. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar.  Skilmálar Fjallafélagsins eru aðgengilegir 
hér. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt eftir 1. febrúar.

 
Kort
Hagnýtar upplýsingar um ferđ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt.  560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is 
milli
     
milli milli